Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Framundan er spennandi ár í fótboltanum hjá Þór og þú getur lagt þitt af mörkum til að styðja við starfið og njóta í leiðinni skattaafsláttar.
Ef þú vilt styrkja knattspyrnudeildina og nýta styrkinn jafnframt til lækkunar á tekjuskattsstofni þarftu að millifæra upphæð að eigin vali og senda kvittun í tölvupósti merkt Almannaheillastyrkur. Kvittun sendist á anna@thorsport.is Til að tryggja að þetta skili sér er mikilvægt að láta vita af styrknum og óska eftir að upplýsingar fari til skattsins. Félagið mun skila upplýsingum til skattsins og verður frádráttur frá tekjuskattsstofni áritaður inn á framtalið.
Til að styrkja knattspyrnudeild Þórs millifærir þú beint inn á reikning deildarinnar
Á vef ríkisskattstjóra – skatturinn.is – má finna upplýsingar um skattafrádrátt vegna gjafa/framlaga til almannaheillafélaga.
Dæmi
Einstaklingur sem styrkir félag um 20.000 kr. fær skattaafslátt upp á 7.600 kr. og greiðir í raun 12.400 kr. fyrir styrkinn.
Fyrirtæki sem styrkir um 1.000.000 kr. lækkar tekjuskatt um 200.000 kr. og greiðir í raun 800.000 kr. fyrir styrkinn.
Skilyrði: Einstaklingar: Lágmark 10.000 kr., hámark 350.000 kr. (700.000 kr. fyrir hjón).
Fyrirtæki: Hámark 1,5% af rekstrartekjum.