Tahnai Annis aftur í raðir Þórs/KA

Tahnai Lauren Annis. Mynd: Páll Jóhannesson.
Tahnai Lauren Annis. Mynd: Páll Jóhannesson.

Stjórn Þórs/KA hefur samið við Tahnai Annis, bandarísk-filippseyskan leikmann, um að leika með liðinu í sumar. Tahnai var hjá liðinu 2012-2014.

Tahnai leikur með landsliði Filippseyja og er fyrirliði þess, en liðið tekur þátt í lokakeppni HM í sumar. Tahnai er Akureyringum að góðu kunn því hún kom til Þórs/KA fyrir tímabilið 2012 og var einn af lykilleikmönnum liðsins þegar það vann Íslandsmeistaratitilinn það ár. Hún var síðan verðlaunuð sem besti leikmaður liðsins árið eftir.

Tahnai er sóknarsinnaður miðjumaður. Hún lék með Þór/KA á árunum 2012-2014, samtals 72 leiki í efstu deild, bikarkeppni, deildabikar, meistarakeppni og Evrópukeppni. Hún skoraði 21 mark í þessum 72 leikjum. Hún var lykilleikmaður með Þór/KA 2012-2014 og var valin besti leikmaður liðsins eftir tímabilið 2013.

Nánar á thorka.is.

Tahnai nr. 5 í leik gegn ÍBV 2013. Í markinu er Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir, sem seinna varð leikmaður með Þór/KA. Mynd: Páll Jóhannesson.