Takk, sjálfboðaliðar!

Dagurinn í dag, 5. desember, er helgaður sjálfboðaliðum.

Án þeirra væri íþróttahreyfingin ekkert, án ykkar væri Íþróttafélagið Þór ekkert. Félagið þakkar ykkur öllum sem starfa og hafa starfað fyrir félagið, gefið af tíma ykkar og orku til að gera starfsemi félagsins og deilda þess mögulega.

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands býður sjálfboðaliðum íþróttahreyfingarinnar að koma í Íþróttamiðstöðina í Laugardal og halda upp á daginn. Stutt málþing verður kl. 15 og í framhaldi af því, eða um kl. 16, er öllum viðstöddum boðið í vöfflukaffi í boði Vilko og Mjólkursamsölunnar.

Dagur sjálfboðaliðans (isi.is)

Í dag er einnig lokafrestur til að skila inn tilnefningum fyrir valið á Íþróttaeldhuganum 2023 - sjá hér.