Tap fyrir Fjölni í Lengjubikarnum

Þórsarar fengu Fjölni í heimsókn í Bogann í gær í þriðja leik okkar manna í Lengjubikarnum í ár.

Leikurinn fór vel af stað fyrir okkar menn því Marc Rochester Sörensen kom Þór í forystu strax á 3.mínútu eftir snarpa skyndisókn. Fyrsta mark Danans síðan hann gekk í raðir félagsins á dögunum.

Fjölnismenn voru hins vegar fljótir að svara og jöfnuðu metin rúmum þremur mínútum síðar. 

Leikurinn var í járnum allt til loka en skömmu fyrir leikslok fengu gestirnir vítaspyrnu sem þeir nýttu til þess að tryggja sér 1-2 sigur.

Smelltu hér til að skoða leikskýrsluna úr leiknum.

Næsti leikur okkar manna er gegn nágrönnum okkar í KA og verður hann næstkomandi fimmtudag klukkan 19:30.