Tap í fyrsta leik tímabilsins

KA/Þór mátti þola níu marka tap gegn ÍBV í fyrsta leik liðsins í Olísdeildinni á tímabilinu, en liðin mættust í KA-heimilinu í dag. Gestirnir náðu fjögurra marka forystu um miðjan fyrri hálfleik og juku síðan muninn í sjö mörk rétt fyrir leikhlé, staðan 9-16 eftir fyrri hálfleikinn. Munurinn varð mestur 11 mörk í seinni hálfleiknum, en gestirnir sigruðu að lokum með níu marka mun, 20-29.

KA/Þór:
Mörk: Nathalia Soares 5, Lydía Gunnþórsdóttir 4, Elsa Björg Guðmundsdóttir 3, Rakel Sara Elvarsdóttir 3, Kristín A. Jóhannesdóttir 2, Aþena Einvarðsdóttir 2, Sólveig Lára Kristjánsdóttir 1.
Varin skot: Matea Lonac 8 (21,6%).
Brottvísanir: 6 mínútur

ÍBV:
Mörk: Birna Berg Haraldsdóttir 8, Sunna Jónsdóttir 5, Elísa Elíasdóttir 4, Karolina Olszowa 3, Ásdís Guðmundsdóttir 2, Sara Dröfn Ríkharðsdóttir 2, Margrét Björg Castillo 2, Dagbjört Ýr Ólafsdóttir 1, Britney Emile Cots 1, Amelía Einarsdóttir 1.
Varin skot: Marta Wawrzykowska 11 (45,8%), Réka Edda Bognár 2 (22,2%).
Brottvísanir: 6 mínútur

Leikskýrslan (hsi.is
Tölfræði leiksins (hbstatz.is)

Allmiklar breytingar hafa orðið á liði KA/Þórs frá síðasta tímabili, nýtt þjálfarateymi hefur tekið við, leikmenn í fæðingarorlofi og einhverjar farnar í önnur lið og nýjar/gamlar komnar inn í staðinn. Farið verður nánar yfir hópinn og stöðuna fyrir komandi tímabil hjá KA/Þór síðar hér á heimasíðunni.