Þór mætir Aftureldingu á morgun

Á morgun er næst síðasti heimaleikur strákanna þetta sumarið þegar strákarnir okkar taka á móti Aftureldingu á SaltPay velli okkar Þórsara. Leikurinn hefst kl.15.00 en upphitun er í Hamri frá kl.14 með drykkjum og hamborgurum! Veðurspáin er góð og liðið okkar líka svo það er ekkert að vanbúnaði að kíkka á völlinn!