Áfram í Mjólkurbikarnum eftir vítaspyrnukeppni

Aron Birkir varði þrjár vítaspyrnur í dag.
Aron Birkir varði þrjár vítaspyrnur í dag.

Þórsarar eru komnir í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins í fótbolta eftir 3-5 sigur á Kára eftir vítaspyrnukeppni í 32-liða úrslitum keppninnar sem fram fóru í Akraneshöllinni í dag.

Okkar menn fengu aragrúa af færum í venjulegum leiktíma og 20 hornspyrnur en náðu ekki að skora mark og var því staðan jöfn að loknum venjulegum leiktíma, 0-0 og farið í framlengingu.

Kristófer Kristjánsson náði forystunni fyrir okkar menn snemma í framlengingunni en Káramenn fengu dæmda vítaspyrnu í síðari hálfleik framlengingarinnar. Aron Birkir Stefánsson í marki okkar Þórsara varði spyrnuna en spyrnumaður Kára, Fylkir Jóhannsson fylgdi á eftir og skoraði. 

Tvö mörk voru dæmd af okkar mönnum vegna rangstöðu í framlengingunni en líklega var um rangan dóm að ræða í bæði skiptin þar sem eitt mark var dæmt af Ingimar Arnari Kristjánssyni og annað af Alexander Má Þorlákssyni.

Útkljá þurfti leikinn með vítaspyrnukeppni þar sem okkar menn voru öryggið uppmálað með mörkum frá Alexander, Ingimar, Nikola og Bjarka Þór á meðan Aron Birkir hélt uppteknum hætti í markinu og varði tvær vítaspyrnur með glæsibrag.

Þór er því komið í 16-liða úrslit en þeir leikir fara fram dagana 17.-19.maí næstkomandi.

Mótið á vef KSÍ.
Leikskýrslan