Þór mætir Stjörnunni í VÍS bikarnum

Í dag sækir Þór lið Stjörnunnar heim í 16 liða úrslitum VÍS bikars kvenna í körfubolta í leik sem fram fer í Ásgarði og hefst klukkan 17:00.

Stjarnan leikur sem leikur í 1. deild rétt eins og Þór hefur átt góðu gengi að fagna en í deildinni er liðið taplaust á toppnum eftir sex umferðir.

Þannig vill til að Þór og Stjarnan mættust í deildarleik um síðustu helgi í Ásgarði og þar hafði Stjarnan betur 93:58. Stelpurnar okkar vilja á efa veita heimakonum meiri keppni nú en í umræddum leik og freista þess að komast í 8 liða úrslit.

Stuðningsmenn Þórs sem hefur tök á því að fara á leikinn er hvatt til þess að mæta og styðja Þór til sigurs.

Leikurinn fer fram í Ásgarði og hefst klukkan 17:00.

Áfram Þór alltaf, alls staðar