Þór semur við bakvörð frá Chile

Jovanka Ljubetic í landsliðstreyju Chile.
Jovanka Ljubetic í landsliðstreyju Chile.

Körfuknattleiksdeild Þórs hefur samið við bakvörð frá Chile um að leika með liðinu í Subway-deild kvenna á komandi tímabili.

Jovanka Ljubetic er 23ja ára bakvörður, 178 sm há og kemur frá Chile, en er jafnframt með spænskt ríkisfang.

Daníel Andri Halldórsson, þjálfari Þórs, hefur sett saman öflugan leikmannahóp með blöndu af heimaöldum leikmönnum sem leikið hafa lykilhlutverk í liðinu á undanförnum árum, ásamt nýjum leikmönnum, bæði erlendum og innlendum. Samkeppni um stöður og mínútur verður klárlega harðari á komandi tímabilil en undanfarin ár enda er á dagskránni að takast á við stærra verkefni en áður, núna þegar liðið mætir til leiks í efstu deild. 

Leikmannahópurinn - leikmenn sem eru á samningi og munu æfa og spila með meistaraflokki félagsins. 

  • Emma Karólína Snæbjarnardóttir
  • Eva Wium Elíasdóttir
  • Heiða Hlín Björnsdóttir
  • Hrefna Ottósdóttir
  • Hulda Ósk Bergsteinsdóttir - frá KR
  • Jovanka Ljubetic - frá Chile
  • Katrín Eva Óladóttir
  • Karen Lind Helgadóttir 
  • Maddie Sutton
  • Lore Devos - frá Belgíu
  • Rebekka Hólm Halldórsdóttir - frá Tindastóli
  • Rut Herner Konráðsdóttir
  • Vaka Bergrún Jónsdóttir
  • Valborg Elva Bragadóttir

Nýjar í hópnum eru þær Hulda Ósk, Jovanka, Lore og Rebekka.