Þór tekur á móti Ármanni

Þór tekur á móti Ármanni

Á morgun, laugardag tekur Þór á móti Ármanni í 1. deild kvenna í körfubolta í leik sem fram fer í íþróttahöllinni og hefst klukkan 16:00.

Þegar liðin mætast situr Þór í þriðja sæti deildarinnar með 22 stig úr fimmtán leikjum en Ármann er í sjötta sætinu með 16 stig eftir sextán leiki.

Þór og Ármann hafa mæst í tveimur leikjum fyrr í vetur. Í fyrstu umferðinni hafði Þór betur 63:58 í leik sem fram fór í íþróttahöllinni en þegar liðin mættust syðra í níundu umferðinni hafði Ármann tveggja stiga sigur 60:58.

Í síðustu umferð hafði Þór betur gegn KR í leik sem fram fór á Meistaravöllum 79:83 en í síðasta heimaleik Þórs höfðu stelpurnar okkar betur gegn Stjörnunni 89:65. Þar með varð Þór fyrsta liðið í vetur til að leggja Stjörnuna í deildinni.

Í síðustu umferð hafði Ármann betur gegn Aþenu á heimavelli 80:53.

Þær breytingar hafa orðið á liði Þórs eru að hin Þýska Tuba Poyraz kom inn í liðið með látum í útisigri gegn KR og skoraði hún 19 stig og tók 14 fráköst. Svo gaman verður að sjá hvernig henni mun ganga á morgun í sýnum fyrsta heimaleik með Þór.

Ljóst er að áhorfendur mega búast við jöfnum og skemmtilegum leik og vonandi verður stemningin í höllinni eins og hún gerist best og hefur verið í vetur. Þór er með geggjað lið stýrt af frábærum þjálfara þar sem liðsheildin hefur verið aðalsmerki liðsins.

Miðaverð á leikinn er 2.000 krónur og frítt fyrir 16 ára og yngri.

Fyrir þá sem ekki komast á leikinn þá verður hann í beinu streymi á Þór TV.

Við hvetjum fólk til þess að kynna sér þá kosti sem fylgir því að vera meðlimur í Sjötta manninum stuðningsmannaklúbb deildarinnar. Um klúbbinn og skráningu má finna á eftirfarandi slóð https://www.thorsport.is/korfubolti/arskort

Hvetjum stuðningsmenn til að fjölmenna á leikinn, skemmtum okkur og styðjum Þór til sigurs.

Staðan í deildinni

Körfubolti er skemmtileg íþrótt, áfram Þór alltaf, alls staðar