Þór tekur á móti Fjölni - LEIK FRESTAÐ

Smári Jónsson í leik gegn Selfossi
Smári Jónsson í leik gegn Selfossi

Þór tekur á móti Fjölni

Á morgun, föstudaginn 27. janúar tekur Þór á móti Fjölni í 1. deild karla í körfubolta í leik sem fram fer í íþróttahöllinni og hefst klukkan 19:15.

Segja má að allir leikir Þórs hér eftir sem hingað til séu mikilvægir en liðið þarf nauðsýnlega á sigri að halda í þeirri baráttu sem framundan er. Staða liðsins er vægast sagt erfið en ekki óyfirstíganleg.

Fjölnir, sem verða gestir okkar að þessu sinni situr nú í 5.- 8. sæti deildarinnar ásamt þremur öðrum liðum með 14 stig. Sjö sigurleikir það sem af er vetri en tapleikirnir eru níu. Staðan hjá okkar mönnum er enn heldur bágborinn en liðið situr sem fyrr í botnsæti deildarinnar með 2 stig en þá lagði Þór lið Sindra í höllinni 9. desember.

Sem fyrr hvetjum við stuðningsmenn til að fjölmenna á leikinn og styðja Þór til sigurs, oft er þörf en nú er nauðsyn. Þrátt fyrir dapurt gengi í vetur hafa stuðningsmenn staðið sína plikt með sóma og munu án vafalítið gera það hér eftir sem hingað til.

Fyrir leik verða seldir grillaðir hamborgarar, borgari og drykkur á 1.500 krónur og miðaverð á leikinn er 2000 krónur en frítt fyrir 16 ára og yngri.

Fyrir þá sem ekki komast á leikinn þá verður hann í beinu streymi á Þór TV.

Við hvetjum fólk til þess að kynna sér þá kosti sem fylgir því að vera meðlimur í Sjötta manninum stuðningsmannaklúbb deildarinnar. Um klúbbinn og skráningu má finna á eftirfarandi slóð https://www.thorsport.is/korfubolti/arskort

Staðan í deildinni

Áfram Þór alltaf, alls staðar