Þór tekur á móti Gróttu í kvöld

Þór tekur á móti Gróttu á SaltPay vellinum í kvöld kl.18.00 í Lengjudeild karla. Okkar menn hafa farið rólega af stað í deildinni en spilað oft og tíðum afar fallegan bolta og er óhætt að segja að okkar unga lið muni bæta sig frá leik til leiks. Við hvetjum alla Þórsara til að koma og styðja við bakið á strákunum!