Þór tekur á móti KR á morgun miðvikudag

Þór tekur á móti KR á morgun miðvikudag

Á morgun miðvikudag tekur Þór á móti KR í 1. deild kvenna í körfubolta í leik sem fram fer í íþróttahöllinni og hefst klukkan 19:15.

Þegar liðin mætast situr KR í þriðja sæti deildarinnar með 10 stig en Þór er sæti neðar með 8 stig. Bæði lið hafa leikið sex leiki í deildinni. Þór er því með fjóra sigurleiki og tapað tveim leikjum en KR er með fimm sigra og einn tap.

Eini tapleikur KR var útileikur gegn Stjörnunni en tapleikir Þórs komu gegn Stjörnunni og Snæfelli báðir á útivelli.

KR er með sterkt lið með mörgum snjöllum leikmönnum en fremst meðal jafningja er bandarískur leikmaður þeirra Violet Morrow sem hefur skorað 25,8 stig að meðaltali í leik og með 12,3 fráköst. Næstar í tölfræði eru Hulda Ósk með 11,3 stig og Fanney Ragnarsdóttir með 10,2 stig.

Hjá Þór fer Madison Sutton fremst í flokki með 22,2 stig og 19,2 fráköst, Emma Karólína 12, Hrefna 10,7 og Heiða Hlín 10,5 skammt undan er svo Eva Wium með 9,3.

Sem sagt bæði lið skarta sterkum leikmönnum og því má búast við hörkuleik þar sem ekkert verður gefið eftir. Bæði lið mæta til leiks eins og ávallt með það eitt að markmiði að sigra og hirða stigin tvö sem í boði eru.

Leikir Þórs hafa verið mjög skemmtilegir þar sem boðið er upp á gæða bolta, skemmtun og spennu. Áhorfendur hafa verið duglegir að mæta á völlinn og hvetja Þór til sigurs og vonandi verður engin breyting það á nú.

Miðaverð á leikinn er 2.000 krónur en frítt fyrir 16 ára og yngri.

Hvetjum fólk til þess að kynna sér kosti þess að vera aðili að Sjötta manninum stuðningsmannaklúbbi deildarinnar. Upplýsingar um klúbbinn og skráning smellið HÉR

Fyrir þá sem ekki komast á leikinn þá verður hann í beinu streymi á ÞórTV. Útsendinguna má nálgast með því að smella á tengilinn hér að neðan https://page.inplayer.com/ThorSportsclub/item.html?id=3457225

Stöðuna í deildinni má sjá HÉR

Áfram Þór alltaf, alls staðar