Þór tekur á móti Vestra í dag

Þór tekur á móti Vestra í dag í Lengjudeild karla. Leikurinn hefst kl.14 á SaltPay-vellinum. Fyrri leik liðanna lauk með 3-3 jafntefli þar sem vestfirðingar jöfnuðu í blá lokin. Okkar menn hafa tekið fjóra sigra í síðustu sex leikjum og ætla sér að halda áfram góðu gengi í dag! 

Upphitun fyrir stuðningsmenn hefst í Hamri kl.13.00. Við hvetjum fólk til að mæta snemma í blíðunni sem spáð er í dag og eiga góða stund í Hamri!