Þór tók tvö stig af fjórum mögulegum í kvöld

Þór tók tvö stig af fjórum mögulegum í kvöld

Í kvöld tók Þór á móti ÍA í 1. deild karla í körfubolta og konurnar okkar tóku svo á móti b liði Breiðabliks strax eftir leik karlanna.

Það mátti búast við erfiðum leik hjá strákunum okkar sem því miður hafa aðeins náð einum sigri í vetur. Og ekki bætir úr skák að í liðið vantað fjóra sterka pósta. Hlynur Freyr er fótbrotinn, Toni Cutuk er einnig meiddur en vonandi kemst hann fljótt aftur á parketið, Baldur Örn er veikur og Kolbeinn Fannar komst ekki sökum vinnu.

Þannig að Þór keyrði á mjög ungu og reynslulitlu liði í kvöld og voru t.a.m. tveir leikmenn fæddir 2005 og einn 2006. Og þá reimaði Róbert Orri á sig skóna en hann hafði aðeins komið að tveimur leikjum í vetur.

Það þarf í raun ekki að hafa mörg orð um gang leiksins en Þórsliðið á stórt hrós skilið fyrir geggjaða baráttu þeir gáfust aldrei upp og héldu lengi vel í gestina. Framan af leik var munurinn sjaldnast mikill og í hálfleik munaði ellefu stigum á liðunum. En í lokin var það reynsla og breidd lið gestanna sem vó þyngra en þótt munurinn hafi verið þrjátíu stig þegar upp var staðið þá segir það ekki allt um leikinn. Lokatölur 67:97.

Gangur leiks eftir leikhlutum: 19:25 / 16:21 (35:46) 12:21 / 23:30 = 67:97

Framlag leikmanna Þórs: Smári Jóns 31/4/9, Zak Harris 17/6/0, Andri Már 11/6/0, Páll Nóel 3/2/0, Rúnar Þór 3/4/0, Arngrímur Friðrik 2 stig. Að auki spiluðu Fannar Ingi, Bergur Ingi Eyþór Ásbjörns og Kolbeinn Sesar en þeim tókst ekki að skora.

Framlag leikmanna ÍA: Þórður Freyr 26/4/6, Lucien Thomas 207/7, Anders Gabriel 14/11/4, Tómas Andri 7/4/1, Hjörtur Hrafns 6/0/2, Jónas Steinarsson 5/4/2, Frank Gerritsen 3/3/2, Júlíus Duranona 3/3/2 og Felix Heiðar2/4/3.

Nánari tölfræði:  

Staðan í deildinni:  

Næsti leikur Þórs verður heimaleikur gegn Fjölni sem fram fer mánudaginn 13. febrúar og hefst klukkan 18:15.

 

Stelpurnar gjörsigruðu b lið Breiðabliks

Strax á eftir leik karlanna var komið að stelpunum okkar sem tóku á móti b liði Breiðabliks og er óhætt að segja að gestirnir hafi aldrei séð til sólar í leiknum.

Daníel Andri þjálfari rúllaði á öllum leikmönnum Þórs í kvöld verður engin tekin út fyrir sviga sem besti leikmaður liðsins, liðsheildin var frábær eins og svo oft áður og vann leikinn. Alls skoruðu 10 leikmenn Þórs í leiknum og tveir aðrir leikmenn sem ekki náðu að skora en létu til sín taka í fráköstum t.d.

Gangur leiks eftir leikhlutum: 20:2 / 29:8 (49:10) 26:10 / 25:5 = 100:25

Framlag leikmanna Þórs: Hrefna 18//5/1, Maddie 14/12/5, Heiða Hlín 13/2/2, Karen Lind 12/7/3, Eva Wium 12/9/4, Emma Karólína 9/3/2, Rut Herner 7/10/2, Vaka Bergrún 6/2/0, Katrín Eva 5/4/1, Tuba Poyraz 4/6/2, Valborg Elva 5 fráköst.

Framlag leikmanna Breiðabliks: Inga Sigríður 11/7/0, Þórdís Rún 8/7/0, Hera Magnes 4/15/0, María Vigdís 2/1/0.

Nánari tölfræði: Sigurinn í kvöld var sá fjórtándi í vetur og fimmti sigurleikurinn í röð. Liðið situr enn í örðu sæti deildarinnar með 28 stig en Stjarnan er efst með 30 stig en á leik til góða.

Næsti leikur Þórs verður mun erfaðari en síðustu leikir því þá sækir liðið Snæfell heim í Hólminn og fer sá leikur fram miðvikudaginn 15. febrúar klukkan 19:15.

Staðan í deildinni:  

Myndir úr leikjum kvöldsins koma á síðuna á morgun, laugardag.

Hér að neðan eru viðtöl við þau Smára Jónsson og Katrínu Evu Óladóttir

Smári Jónsson

Katrín Eva Óladóttir

Áfram Þór alltaf, alls staðar