Þór vann 27 stiga sigur gegn Aþenu

Þór vann 27 stiga sigur gegn Aþenu

Þór sótti lið Aþenu heim í kvöld í 1. deild kvenna í körfubolta og þar höfðu stelpurnar okkar 27 stiga sigur 73:100.

Leikurinn var til þess að gera jafn framan af en munurinn á liðunum í hálfleik var þrjú stig 36:39 Þór í vil.

Óhætt er að segja að stelpurnar okkar hafi tekið öll völd á vellinum í síðari hálfleik sem liðið vann með 24 stiga mun 37:61.

Gangur leiks eftir leikhlutum: 16:24 / 20:15 (36:39) 18:34 / 19:27 = 73:100

Sem fyrr var Maddie stigahæst Þórs með 37 stig og 14 fráköst þá átti Emma Karólína frábæran leik en hún skoraði 25 stig og tók 8 fráköst.

Hjá heimakonum var Nerea Brajac með 27 stig og næst kom Tanja Ósk með 13 stig.

Framlag leikmanna Þórs: Maddie Sutton 37/14/4, Emma Karólína 25/8/2, Eva Wium 11/2/4, Heiða Hlín 9/5/0, Hrefna Ottósdóttir 8/4/0, Karen Lind 7/4/0, Jóhanna Björk 3 stig, Rut Herner 0/4/1 þá kom Valborg Eva við sögu en henni tókst ekki að skora.

Framlag leikmanna Aþenu: Nerea Brajac 27/2/1, Tanja Ósk 13/3/7, Elektra Mjöll 9/1/0, Ása Lind 9/7/2, Hera Björk 7/1/0, Kristín Alda 4/12/1, Snæfríður Lilly 2 stig og Máría Líney 2/3/0.

Nánari tölfræði

Eftir fimm umferðir er Þór með 8 stig þ.e. fjórir sigurleikir og einn tapleikur.

Staðan í deildinni

Næsti leikur Þórs er útileikur gegn Stjörnunni og fer sá leikur fram laugardaginn 22. október klukkan 16:00.

Áfram Þór alltaf, alls staðar