Þór vann 56 stiga sigur gegn b liði Breiðabliks

Hrefna Ottósdóttir og Eva Wium í leik með Þór gegn KR.
Hrefna Ottósdóttir og Eva Wium í leik með Þór gegn KR.

Þór vann 56 stiga sigur gegn b liði Breiðabliks

Hrefna Ottósdóttir fór á kostum í dag og skoraði 40 stig þar af 12 þriggja stiga körfur í stórsigri gegn b liði Breiðabliks.

Leikur liðanna var afar ójafn frá upphafi til enda og hafði Þór 33 stiga forskot í hálfleik 18:51. Sama var uppi á tengingunum í síðari háfleik sem Þór vann með 23 stigum og 56 stiga sigur staðreynd 45:101.

Allir 10 leikmenn Þórs sem voru á skýrslu komu við sögu í leiknum og af þeim náðu níu leikmenn að skora. Það var þó Hrefna Ottósdóttir sem stal senunni í dag en hún skoraði 40 stig hún setti niður 12 þrista í 16 tilraunum sem gerir 70% nýtingu þá skoraði hún úr tveim tveggja stiga skotum í fjórum tilraunum.

Þá var Maddie Sutton með 20 stig og 12 stoðsendingar og fráköstin voru hvorki fleiri né færri en 25 talsins.

Hjá Breiðabliki va Inga Sigríður Jóhannsdóttir stigahæst með 11 stig og 8 fráköst þá var Eyrún Ósk Alfreðsdóttir með 8 stig og 10 fráköst.

Gangur leiks eftir leikhlutum: 9:31 / 9:20 (18:51) 11:23 / 16:27= 45:101

Framlag leikmanna Þórs: Hrefna Ottósdóttir 40/6/4, Maddie Sutton 20/25/12, Eva Wium 11/3/6, Emma Karólína 11/6/2, Marín Lind 7/3/0, Heiða Hlín 5/2/2, Valborg Elva 3/1/0, Karen Lind 2/5/1 og Kristín María 2/5/0 þá kom Jóhanna Björk einnig við sögu hún náði ekki að skora en skilaði af sér þremur fráköstum.

Framlag leikmanna Breiðabliks: Inga Sigríður Jóhannsdóttir 11/8/2, Eyrún Ósk Alfreðsdóttir 8/10/2, Hera Magnea Kristjánsdóttir 6/1/0, Eva Bryndís Guðrúnardóttir 5/2/1, Þórdís Rún Hjörleifsdóttir 4/2/1, María Vigdís Sánchez-Brunete 4/2/1, Rannveig Bára Bjarnadóttir3/1/0, Lilja Dís Gunnarsdóttir 2/2/1 og Aldís Erna Pálsdóttir 2/2/1.

Nánari tölfræði

Staðan í deildinni

Eftir sigurinn í dag er Þór í 3.-.4. sæti deildarinnar með 12 stig líkt og KR.

Næsti leikur Þór verður útileikur gegn Ármanni og fer sá leikur fram 9. Nóvember og hefst klukkan 19:15. Leikurinn fer fram í Kennaraháskólanum.

Áfram Þór alltaf, alls staðar