Þór vann Olísmótið á Selfossi

Strákarnir í Þór1 unnu keppni A-liða
Strákarnir í Þór1 unnu keppni A-liða
Nú um helgina fór fram Olísmotið fyrir 5. flokk karla á Selfossi. Flott mót hjá knattspyrnudeild Selfoss við frábærar aðstæður, sem stóð yfir frá föstudegi til sunnudags. Þór sendi þangað um fjörutíu stráka og fjórar stelpur sem kepptu í fimm liðum.
Öll stóðu þau sig með prýði og vann Þór 1 A-liða keppnina þar sem Þór 2 tók þriðja sætið og Þór 3 vann C-liða keppnina
Nokkrar skemmtilegar myndir af liðunum má sjá hér neðar.
Krakkarnir í Þór3 með bikarinn eftir sigur í keppni C-liða!
 
Mikil spenna í vítaspyrnukeppni!
 
Þór 2 stóð sig frábærlega á mótinu