Þór/KA mætir Breiðabliki í dag

Seinni hluti Bestu deildarinnar, 10. umferðin af 18, er að hefjast og við fáum Breiðablik í heimsókn norður. Leikurinn hefst kl. 14.

Við ætlum að hefja upphitun í Hamri frá kl. 13, skellum borgurum á grillið í „góða veðrinu“. Borgari og drykkur eru í boði fyrir árskortshafa, innifalið í árskortinu, en að sjálfsögðu einnig til sölu á góðu verði fyrir alla gesti.

Nú er bara að klæða sig eftir veðrinu og mæta á völlinn, hvetja stelpurnar og styðja liðið til sigurs. Þetta er síðasti leikur okkar í deildinni fyrir EM-hléið, en næsti heimaleikur verður ekki fyrr en 9. ágúst.