Þór/KA mætir Stjörnunni í úrslitum Lengjubikarsins í dag

Leikurinn fer fram á heimavelli Stjörnunnar í Garðabænum og hefst kl. 16.

Þetta er í þriðja skipti sem Þór/KA spilar til úrslita um Lengjubikarinn. Þór/KA sigraði Stjörnuna í úrslitaleikjum 2009 og 2018 og vonandi halda stelpurnar þeirri hefð áfram í dag.

Ástæða er til að hvetja stuðningsfólk syðra til að mæta í Garðabæinn og styðja stelpurnar - og jafnvel hægt að taka léttan helgarrúnt og koma við í Stykkishólmi á sunnudagskvöldið til að horfa á fjórða leik Þórs og Snæfells í undanúrslitum 1. deildar kvenna í körfubolta.

En aftur að fótboltanum - fyrir þau sem ekki komast á leikinn er rétt að benda á að hann verður í beinni á Stöð 2 sport 5.

Nánar á thorka.is.