Þór/KA með stórsigur í fyrsta leik í Lengjubikar

Þór/KA vann FH í fyrsta leik í Lengjubikarnum í dag, 6-1. Sandra María Jessen skoraði þrennu. 

Fyrir leikinn í dag fengu stelpurnar afhentan bikar frá Knattspyrnudómarafélagi Norðurlands fyrir sigur í Kjarnafæðismótinu, en þar átti Þór/KA tvö efstu liðin - sjá hér.

Þór/KA hóf leikinn af krafti og var komið með þrigga marka forystu eftir 23 mínútur. FH byrjaði seinni hálfleikinn betur og fyrrum leikmaður Þórs/KA, Shaina Ashouri, minnkaði muninn í 3-1 á upphafsmínútum seinni hálfleiks. Okkar stelpur náðu þó vopnum sínum að nýju og héldu frumkvæðinu, bættu síðan við þremur mörkum á síðustu tíu mínútum leiksins. Fjallað er um leikinn á vef Þórs/KA - thorka.is. Þar má meðal annars finna tengil á myndband með mörkum og atvikum úr leiknum.

3. mínúta: 1-0
Mark: Amalía Árnadóttir
Stoðsending: Hulda Ósk Jónsdóttir

18. mínúta: 2-0
Mark: Hulda Ósk Jónsdóttir
Stoðsending: Amalía Árnadóttir

23. mínúta: 3-0
Mark: Sandra María Jessen
Stoðsending: Hulda Ósk Jónsdóttir

47. mínúta: 3-1
Mark: Shaina Ashouri

80. mínúta: 4-1
Mark: Sandra María Jessen
Stoðsending: Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir

87. mínúta: 5-1
Mark: Sandra María Jessen
Stoðsending: Sonja Björg Sigurðardóttir

89. mínúta: 6-1
Mark: Sonja Björg Sigurðardóttir
Stoðsending: Jakobína Hjörvarsdóttir

Leikskýrslan á vef KSÍ.
Mótið á vef KSÍ.

Næsti leikur hjá Þór/KA er á útivelli gegn KR laugardaginn 25. febrúar, en fyrrverandi þjálfari okkar, Perry Mclachlan, stýrir núna KR-liðinu. Þar eru einnig nokkrar akureyrskar knattspyrnukonur, og má nefna að Hafrún Mist Guðmundsdóttir, Margrét Selma Steingrímsdóttir og Eygló Erna Kristjánsdóttir spiluðu fyrsta leik liðsins í Lengjubikarnum.


Fyrir leikinn gegn FH var afhentur bikarinn fyrir sigur í Kjarnafæðismótinu. Aftari röð frá vinstri: Ágústa Kristinsdóttir þjálfari, Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari, Sonja Björg Sigurðardóttir, Jakobína Hjörvarsdóttir, Ísfold Marý Sigtryggsdóttir, Amalía Árnadóttir, Kolfinna Eik Elínardóttir, Bríet Jóhannsdóttir, Emelía Ósk Kruger, Krista Dís Kristinsdóttir, Hildur Anna Birgisdóttir, Tinna Sverrisdóttir, Pétur Heiðar Krisjánsson þjálfari, Hannes Bjarni Hannesson sjúkraþjálfari og Birkir Hermann Björgvinsson þjálfari.
Fremri röð frá vinstri: Sandra María Jessen, Una Móeiður Hlynsdóttir, Angela Mary Helgadóttir, Hulda Björg Hannesdóttir, Harpa Jóhannsdóttir, Hulda Ósk Jónsdóttir, Karlotta Björk Andradóttir og Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir. Mynd: HarIngo