Þór/KA með útileik í Lengjubikar

Þór/KA spilar í dag sinn annan leik í Lengjubikarnum þegar stelpurnar mæta KR syðra.

Leikur liðanna hefst kl. 15 og verður á KR-vellinum. Liðin áttu ólíku gengi að fagna í fyrstu umferðinni þegar KR steinlá gegn Þrótti og Þór/KA vann góðan sigur á FH í Boganum. Í sama riðli mætast Selfoss og FH á sunnudag og Valur og Þróttur á mánudag. Þjálfari KR er sem kunnugt er Perry Mclachlan, fyrrum þjálfari og aðstoðarþjálfari hjá Þór/KA.

Mótið á vef KSÍ.

Leikskýrslan birtist á vef KSÍ klukkutíma fyrir leik.