Þór/KA semur við átta leikmenn

Una Móeiður, Kimberley Dóra, Angela Mary, Sonja Björg, Iðunn Rán, Amalía, Steingerður og Krista Dís …
Una Móeiður, Kimberley Dóra, Angela Mary, Sonja Björg, Iðunn Rán, Amalía, Steingerður og Krista Dís að loknum undirskriftum í dag.

Yngriflokkastarfið hjá Akureyrarfélögunum heldur áfram að skila góðum leikmönnum upp í meistaraflokkinn hjá Þór/KA. Í dag voru undirritaðir fyrstu leikmannasamningar við átta stelpur fæddar 2005 og 2006.

Í dag skrifuðu átta heimastelpur undir sína fyrstu samninga við Þór/KA. Með þennan efnivið sem Akureyri getur af sér, í bland við eldri og reyndari leikmenn, heimastelpur og aðfengnar, hafa þjálfarar liðsins sett saman spennandi leikmannahóp sem vonandi kemur stuðningsfólki þægilega á óvart með góðri frammistöðu í sumar.

Nánar er fjallað um leikmennina á thorka.is.

Fylgist með þessum og munið nöfnin. Þið eigið eftir að sjá meira af þeim á komandi árum.