Þórsarar fara á Skagann í dag

Þór mætir liði ÍA í 9. umferð Lengjudeildarinnar á Akranesi kl. 18 í dag.

Fyrir leikinn eru Skagamenn í 3. sæti með 14 stig, jafnmörg og Grindavík. Þórsarar koma fast á hæla þeirra með 13 stig, eins og Grótta. Skagamenn byrjuðu mótið fremur illa, en hafa núna unnið fjóra af síðustu fimm leikjum sínum. Þórsarar hafa nánast unnið annan hvern leik, nema hvað þeir gerðu jafntefli á útivelli gegn Njarðvík í 8. umferðinni.

Viðureignir Þórs og ÍA í næstefstu deild eru hins vegar aðeins sex og þar er allt hnífjafnt nema markatalan. Þór hefur unnið tvo leiki, tvisvar orðið jafntefli og tvisvar hafa Skagamenn unnið. Þórsarar með átta mörk gegn tíu mörkum Skagamanna. Þessi lið hafa mæst mun oftar í efstu deild Íslandsmótsins, alveg frá áttunda áratugnum fram til 2013 þegar þessi lið voru síðast á sama tíma í efstu deild. Liðin hafa 30 sinnum mæst í efstu deild og þar hafa Skagamenn betri útkomu, 18 sigra á móti níu sigrum Þórsara.

Leikurinn átti upphaflega að vera laugardaginn 1. júlí, en honum var flýtt vegna þátttöku U19 landsliðs Íslands í lokamóti EM.

Leikur ÍA og Þórs verður í beinni á YouTube-síðu Lengjudeildarinnar: