Þórsarar í 3. sæti í Arena-deildinni í Rocket League

Úrslitakeppni Arena-deildarinnar í Rocket League fór fram um liðna helgi.

Rocket League er akstursfótboltaleikur, en Þórsarar urðu í 3. sæti í deildarkeppninni á eftir LAVA Esports og Breiðabliki, áður en kom að þessari úrslitakeppni um liðna helgi. Þórsarar enduðu með 16 stig í deildarkeppninni, jafnir Breaking Sad. Liðið vann átta viðureignir og tapaði sex.

Í úrslitakeppninni sigruðu Þórsarar fyrst Pushin P. í efra leikjatré, en töpuðu því næst fyrir Breiðabliki og færðust niður í neðra leikjatréð. Þar sigruðu Þórsarar 354 Esports og síðan Breaking Sad, en töpuðu svo gegn Breiðabliki í undanúrslitum og enduðu í 3. sætinu.

Liðsmenn Þórs eru þeir Daníel Lassen, Elvar Christensen, Hermann Guðmundsson og Stefán Máni Unnarsson. 

Deildarkeppnin á vef Rocket League.

Leikir Þórs í deildinni:

Myndin hér að neðan sýnir leikjatrén í úrslitakeppninni.