Þórsarar í úrslit í CS go

Mynd: Rafíþróttasamband Íslands
Mynd: Rafíþróttasamband Íslands

Þórsarar halda áfram að gera það gott í heimi rafíþrótta og eru komnir í úrslitaleik Stórmeistaramótsins í CS go eftir góðan 2-1 sigur á Vallea í gærkvöldi. 

Úrslitaleikurinn sjálfur verður spilaður í kvöld klukkan 20:15 og eru andstæðingarnir hið sterka lið Dusty. Útsending hefst kl 18:30 á Stöð 2 Sport esports með sýningarleik og verður allskonar skemmtilegt í gangi í upphitun fyrir úrslitaleikinn!