Þórsarar kepptu í diplomamóti um helgina

Hnefaleikadeild Þórs átti sjö keppendur á diplomamóti í hnefaleikum sem fram fór í Reykjanesbæ í gær.
 
Það voru þau Tómas Bergsson, Ali Naser, Arnar Kristbjörnsson, Valgerður Telma Einarsdóttir, Stefán Karl Ingvarsson, Ívan Þór Reynisson og Lilja Lind sem tóku þátt frá Þór. Á diplomamótunum eða byrjendahnefaleikum er mildari útgáfa af hnefaleikaíþróttinni með sérstökum reglum. Dæmt er eftir tækni og framferði keppenda í hringnum. Hver viðureign er þrjár lotur og safna keppendur stigum upp í viðurkenningar. Keppendurnir sjö frá hnefaleikadeild Þórs eru komnir mislangt í því ferli. Í dag var svo tekin létt æfing með Hnefaleikafélagi Reykjanesbæjar áður en haldið var heim aftur.
 
Nánar er sagt frá viðureignum okkar fólks á Facebook-síðu hnefaleikadeildarinnar, en þaðan eru einnig myndin með fréttinni.