Þórsarar með jafntefli, Þór/KA með sigur

Leikmenn og þjálfarar Þórs/KA í leikslok í dag. Aftari röð frá vinstri: Jóhann Kristinn Gunnarsson þ…
Leikmenn og þjálfarar Þórs/KA í leikslok í dag. Aftari röð frá vinstri: Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari, Ísfold Marý Sigtryggsdóttir, Jakobína Hjörvarsdóttir (skoraði tvö með hægri), Kolfinna Eik Elínardóttir, Karlotta Björk Andradóttir, Amalía Árnadóttir, Harpa Jóhannsdóttir, Krista Dís Kristinsdóttir, Hulda Ósk Jónsdóttir og Ágústa Kristinsdóttir þjálfari.

Fremri röð frá vinstri: Emelía Ósk Kruger, Bríet Jóhannsdóttir, Sandra María Jessen, Rebekka Sunna Brynjarsdóttir, Katla Bjarnadóttir, Una Móeiður Hlynsdóttir, Steingerður Snorradóttir, Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir, Hulda Björg Hannesdóttir, Ísabella Júlía Óskarsdóttir, Birkir Hermann Björgvinsson þjálfari, og Pétur Heiðar Kristjánsson þjálfari.

Tveir leikir í Kjarnafæðismótinu fóru fram í Boganum í dag. Markalaust hjá Þór og Magna, níu marka sigur hjá Þór/KA. Sandra María með fernu.

Fyrri leikur dagsins var viðureign Þórs og Magna í riðli 2 í A-deild karla. Leikurinn varð fremur bragðdaufur, lítið um færi og úrslitin 0-0. Þórsarar hafa þar með tryggt sér efsta sæti riðils 2, unnu þrjá leiki og gerðu eitt jafntefli.

Seinni leikurinn var viðureign Þórs/KA og Fjarðabyggðar/Hattar/Leiknis (FHL) og var þetta annar leikur FHL á innan við sólarhring. Þær mættu Tindastóli í gær kl. 18 og svo Þór/KA í dag kl. 15. Eftir að gestirnir héldu jöfn fyrsta hálftímann brast varnargarðurinn og Þór/KA raðaði inn mörkum. Staðan var 3-0 í leikhléi og úrslitin 9-0, þar sem bæði þreyta og meiðsli settu strik í reikning gestanna. Sandra María Jessen skoraði fjögur mörk fyrir Þór/KA, samtals á um 17 leikmínútum og þar af þrennu á um fimm mínútum snemma í seinni hálfleik. Jakobína Hjörvarsdóttir skoraði tvö, og þær Hulda Björg Hannesdóttir, Ísfold Marý Sigtryggsdóttir og Una Móeiður Hlynsdóttir eitt mark hver. Nánar má lesa um leikinn á thorka.is.