Þórsarar neituðu að fara strax í sumarfrí.

Þórsarar neituðu að fara strax í sumarfrí.

Þór tók á móti Stjörnunni í úrslitarimmu liðanna í fyrstu deild kvenna í körfubolta í leik sem fram fór í íþróttahöllinni. Fyrir leikinn þá leiddu Garðbæingar rimmuna 2-1 og með sigri hefði liðið getað sent Þórsstúlkur í sumarfrí.

En Þórsstúlkur voru ekki tilbúnar að fara í sumarfrí og eftir sigurinn í dag sagði Heiða Hlín fyrirliði ,, Við vorum ekki tilbúnar að fara í sumarfrí, það bara kom ekki til greina“.

Ljóst var strax í upphafi að bæði lið ætluðu að gefa allt í leikinn, gestirnir pressuðu strax og heldu því áfram allan leikinn hjá þeim var oddaleikur ekki á dagskránni. Liðin skiptust á að leiða í fyrsta leikhluta en af honum loknum hafði Stjarnan þriggja stiga forskot 22:25.

Í öðrum leikhluta komst Þór aftur yfir 28:27 og hélt liðið naumu forskoti framan af leikhlutanum en þó var jafnt í stöðunum 27:27 / 33:33. En undir lokinn náðu Þórsarar góðum kafla og þegar liðin gengu til búningsklefa í hálfleik hafði Þór náð ellefu stiga forskoti 48:37. Þór vann leikhlutann 26:12.

Í fyrri hálfleik voru þær Heiða Hlín (12), Tuba (10) Hrefna (9) og Eva (6) mjög góðar fyrir Þór. Hjá Stjörnunni var Riley komin með 10 stig og Bára og Kolbrún 5 stig hvor.

Leikurinn í þriðja leikhluta var þegar upp var staðið þegar á tölurnar er litið en Þór vann leikhlutann með tveimur stigum 23:21. Fyrri hluti þriðja leikhluta var eign Þórs sem náði mest 16 stiga forskoti 67:51 og náðu að laga stöðuna. Þegar þriðja leikhluta lauk var munurinn á liðunum ellefu stig 71:60.

Gestirnir lögðu allt kapp á að laga stöðuna og héldu áfram gríðarlegri pressu og þegar um ein mínúta lifði leiks var munurinn kominn niður í sjö stig 86:79 og fór að fara um suma.

En Þórsarar héldu út og fögnuðu sjö stiga sigri 91:84 og héldu lífi í úrslitarimmu liðanna. Staðan er 2-2 í dag og mætast liðin á nýjan leik í Garðabæ þriðjudaginn 18. apríl og þar verður leikið til þrautar.

Sigur Þórs í dag var sanngjarn en bæði lið eiga stórt hrós skilið fyrir frábæra skemmtun og áhorfendur hér í íþróttahöllinni engum líkir.

Þórsliðið sýndi enn og aftur hve samstilltur þessi hópur þær vita að lykillinn að góðu gengi er fyrst og síðast sterk liðsheild.

Framlag leikmanna Þórs Stig/fráköst/stoðsendingar

Tuba 19/11/4, Heiða Hlín 19/2/1, Hrefna 15/2/3, Madison 13/8/8, Rut Herner 8/7/1, Eva Wium 8/3/5, Emma Karólína 8/1/ og Karen Lind 1/1/0.

Leikmenn Stjörnunnar. Riley Marie 22/8/4, Kolbrún María 14/6/3, Diljá Ögn 14/2/2 Ísold 13/7/6, Bára Björk 8/1/1, Heiðrún Björg6/1/1, Elísabet 3/8/4, Fanney María 2/0/1.

Nánari tölfræði

Gangur leiks eftir leikhlutum: 22:25 / 26:12 (48:37) 23:21 / 20:26 = 91:84

Myndir úr leiknum: Palli Jóh

Viðtal við Daníel Andra

Viðtal við Heiðu Hlín

Áfram Þór alltaf, alls staðar