Þórsarar sigursælir á 83.Goðamóti Þórs

Goðamót 5.flokks karla fór fram í Boganum um nýliðna helgi.

Um var að ræða 83.mótið í Goðamótaröðinni sem hefur verið fastur liður yfir vetrartímann síðan árið 2003.

Ríflega 200 drengir tóku þátt en þátttökulið í mótinu að þessu sinni voru Þór, KA, Tindastóll, KF/Dalvík, Höttur, KFA, Vestri og Völsungur.

Auk þess að spila 7 leiki mótsdagana þrjá er mótið gott hópefli fyrir liðin sem dvelja saman í gistingu í Glerárskóla og fara saman í ísferð í Ísgerð Akureyrar og sundferð í Sundlaug Akureyrar.

Goðamótsmeistarar A-liða - Þór

Goðamótsmeistarar B-liða - KA

Goðamótsmeistarar C-liða - Þór

Goðamótsmeistarar D-liða - Tindastóll

Sporthero.is var á svæðinu og tók fjölda mynda, meðal annars af sigurvegurum mótsins sem sjá má hér fyrir neðan.

 

Gæti verið mynd af soccer, football og texti

Goðamótsmeistarar A-liða

Gæti verið mynd af soccer, football og texti

Goðamótsmeistarar B-liða

Gæti verið mynd af football, soccer og texti+

Goðamótsmeistarar C-liða

Gæti verið mynd af soccer, football og texti

Goðamótsmeistarar D-liða

Goðamót 5.flokks kvenna fer fram um næstu helgi og verður dagskráin með sama sniði.