Þórsdagar og gjöf með æfingagjöldum

Ný keppnistreyja yngri flokka
Ný keppnistreyja yngri flokka

Síðustu ár hefur unglingaráð knattspyrnudeildar gefið sumargjöf til iðkenda okkar. Í ár verður gjöfin mjög vegleg en það stendur til að gefa nýju Nike keppnistreyju Þórs til allra sem hafa gengið frá æfingagjöldum (Árgjald '21-'22 eða sumargjald '22)

Hægt verður að nálgast treyjur í Sport24 niðrí miðbæ frá og með 4.maí

Dagana 9.-14.maí verða svo Þórsdagar í Sport24 þar sem boðið verður upp á allskyns Þórsvörur á 25% afslætti.