Fjórði leikurinn við Snæfell í kvöld

Heiða Hlín Björnsdóttir í góðum gír í öðrum leik seríunnar í Stykkishólmi. Mynd: Páll Jóhannesson.
Heiða Hlín Björnsdóttir í góðum gír í öðrum leik seríunnar í Stykkishólmi. Mynd: Páll Jóhannesson.

Þór mætir Snæfelli í úrslitakeppni 1. deildar kvenna í Stykkishólmi í kvöld kl. 19:15.

Þetta er fjórði leikur liðanna, en Þór leiðir einvígið 2-1. Leikir liðanna hafa allir verið æsispennandi og óhætt að lofa góðri skemmtun í Hólminum í kvöld. 

Snæfell streymir heimaleikjum sínum með VEO-live, sem er sjálfvirk vél, og þurfa áhorfendur að ná sér í Veo Live smáforritið, stofna aðgang og finna Snæfell til að geta horft. Það kostar ekkert. Hér er heimasvæði Snæfells á Veo-live: https://veolive.page.link/kHiG.

Úrslit leikja í seríunni:

25. mars: Þór - Snæfell 80-78
28. mars: Snæfell - Þór 64-59
31. mars: Þór - Snæfell 73-63

Sigri Þórsarar í kvöld er liðið komið áfram í úrslitaeinvígið þar sem annaðhvort Stjarnan eða KR verður mótherjinn, en Stjarnan leiðir það einvígi 2-1.