Þrjár stúlkur á landsliðsæfingar

Á næstu vikum fara fram landsliðsæfingar hjá yngri liðunum en æfingarnar eru liður í undirbúningi fyrir verkefni sumarsins.
Þarna eigum við þrjá leikmenn þær eru Karen Lind Helgadóttir og Marín Lind Ágústsdóttir með U20 og Eva Wium Elíasdóttir sem æfir með U18.
Allar stúlkurnar eru lykilmenn í meistaraflokki sem stóð sig með miklum ágætum í 1. deildinni í vetur.
Óskum stúlkunum góðs gengis.