U15 taplausir heim frá Slóveníu

Talið frá vinstri: Sverrir Páll Ingason, Einar Freyr Halldórsson og Egill Orri Arnarsson.
Talið frá vinstri: Sverrir Páll Ingason, Einar Freyr Halldórsson og Egill Orri Arnarsson.

Þórsararnir þrír í U15 ára landsliði Íslands stóðu sig með prýði á UEFA Development Tournament sem fram fór í Slóveníu í vikunni.

Íslenska liðið mætti heimamönnum í lokaleik riðilsins í dag og þurfti sigur til að ná efsta sætinu þar sem Slóvenar voru með fullt hús stiga þegar kom að leik dagsins. Egill Orri Arnarsson og Einar Freyr Halldórsson voru í byrjunarliði Íslands og Sverrir Páll Ingason kom inn af bekknum í síðari hálfleik.

Leiknum lauk með 1-1 jafntefli og lauk íslenska liðið því keppni með fimm stig úr þremur leikjum. Þegar leikir enda með jafntefli er tekin vítaspyrnukeppni og hana vann íslenska liðið í dag.

Allt íslenska liðið var að leika sína fyrstu unglingalandsleiki í verkefninu og dýrmæt reynsla nú kominn í reynslubankann.

Við óskum okkar drengjum til hamingju með sína fyrstu landsleiki og hlökkum til að sjá þá áfram vaxa og dafna í unglingastarfi Þórs.