U19 áfram í milliriðil EM

Okkar drengir komu báðir inn á sem varamenn í sigri á Kasakstan í dag. Íslenska liðið tryggði sér sæti í milliriðli.

U19 landslið karla mætti Kasakstan í lokaleik sínum í undanriðli EM 2023 í Glasgow í dag og vann nokkuð örugglega 4-1. Þórsararnir Bjarni Guðjón Brynjólfsson og Aron Ingi Magnússon voru báðir varamenn í dag og komu inn á í seinni hálfleik. Bjarni Guðjón spilaði allan seinni hálfleikinn, en Aron Ingi síðasta korterið.

Með sigrinum tryggði íslenska liðið sér sæti í milliriðli, endar með sex stig eftir sigra gegn Skotum og Ksakstönum og er í 2. sæti riðilsins. Tvö efstu lið riðlanna fara áfram í milliriðil ásamt liði með besta árangur í 3. sæti. 

Dregið verður í milliriðla 8. desember, en milliriðlarnir verða spilaðir í vor. Lokamótið fer fram á Möltu 3.-16. júlí 2023.

Leikskýrslan á vef KSÍ.
Mótið á vef KSÍ.
Bein textalýsing frá leik dagsins á vef UEFA.

Ef smellt er á myndina má sjá allar upplýsingar um EM U19 2023.