U19: Ísland á EM!

U19 landsliðið að loknum sigrinum á Svíum í dag. Myndin er af Facebook-síðu KSÍ. Ísfold er lengst ti…
U19 landsliðið að loknum sigrinum á Svíum í dag. Myndin er af Facebook-síðu KSÍ. Ísfold er lengst til vinstri í aftari röð, Jakobína lengst til hægri í aftari röð og Kimberley lengst til hægri í fremri röð.

U19 landsliðið í knattspyrnu hefur tryggt sér sæti í lokakeppni EM sem fram fer í Belgíu 18.-30. júlí í sumar.

Þrjár úr meistaraflokkshópi Þórs/KA, þær Ísfold Marý Sigtryggsdóttir, Jakobína Hjörvarsdóttir og Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir eru með U19 landsliðinu í Danmörku þar sem liðið spilar þessa dagana í milliriðli í undankeppni EM í sumar.

Þær hafa nú þegar unnið Dani 1-0 og Svía 2-1 og það nægir liðinu til að tryggja sér efsta sæti riðilsins og sæti í lokakeppni EM í sumar þó svo liðið eigi eftir að mæta Úkraínu. Jafnvel þótt sá leikur myndi tapast geta aðeins annaðhvort Danir eða Svíar náð Íslendingum og okkar stelpur halda þá alltaf efsta sætinu vegna árangurs í innbyrðis viðureignum.

Þetta hefur verið staðfest á Facebook-síðu KSÍ.