Vel heppnað 3 á 3 Götukörfuboltamót í Garðinum hans Gústa

Vel heppnað 3 á 3 Götukörfuboltamót í Garðinum hans Gústa

Í, gær laugardaginn 26. ágúst – afmælisdegi Gústa – fór fram 3 á 3 Götukörfuboltamót í Garðinum hans Gústa við Glerárskóla á Akureyri. Mótið var haldið í tengslum við Akureyrarvöku.

Mótið heppnaðist vel og sjálf forsetahjónin kíktu við, blönduðu geði við viðstadda og tóku nokkur skot. Veðrið lék við keppendur lengst af en seinnipartinn þurfti að færa mótið inn í íþróttahús þar sem það fór að rigna.

Fjórtán lið voru skráð til leiks og var keppt fimm flokkum: 13 ára og yngri (kk og kvk), 15 ára og yngri, 25 ára og eldri og opnum flokki. Fullt af áhorfendum lagði leið sína á völlinn, Dj Jon Faerber þeytti skífum og hélt uppi dúndrandi körfuboltastemningu auk þess sem heitt var á grillinu.

Auk verðlauna í hverjum flokki fyrir sig voru veittar viðurkenningar í anda Gústa:

Sigurvegarar í flokki 15 ára og yngri karla: DMD

Sigurvegarar í flokki 25 ára og eldri karla: Kaffikannan

Sigurvegarar í opnum flokki: Injury list

Viðurkenningar fyrir U15, 25+ og opinn flokk:

Peysan (flottasta liðið): Barbieland FC

Gústinn (háttvísiverðlaun): Hjálmar

Boston (flottustu tilþrif) Sigmundur Eiríksson, Kaffikannan

Áttan (besti leikmaður): Andri Már Jóhannesson, Injury list

Sigurvegarar í flokki 13 ára og yngri kvenna: 4 Queens

Sigurvegarar í flokki 13 ára og yngri karla: Þristarnir

Viðurkenningar fyrir U13 kvenna og U13 karla:

Peysan (flottasta liðið): 4 Queens

Gústinn (háttvísiverðlaun): Pookie Bears

Boston (flottustu tilþrif) Fabian Piotr Szewczyk, Nausta Army

Áttan (besti leikmaður, U13 kk): Kári Kolbeinsson, Þristarnir

Áttan (besti leikmaður, U13 kvk): Halldóra Tómasdóttir, 4 Queens

Mótshaldarar þakka öllum leikmönnum, þeim sem lögðu leið sína á völlinn, forsetahjónunum og fylgdarliði og sér í lagi sjálfboðaliðunum sem gera svona viðburði mögulega.

Myndir frá mótinu eru komnar í myndaalbúm. Til að opna albúmið smellið á myndina hér að neðan. myndir: Palli Jóh.