Vel heppnað 72. Goðamót Þórs

72.Goðamót Þórs fór fram um síðastliðna helgi í Boganum.

Breiðablik, Fram, Fjarðabyggð, HK, Hvöt/Fram, Höttur, KA, KF/Dalvík, Tindastóll, Vestri og Völsungur tóku þátt í mótinu auk Þórs; alls 49 lið frá þessum tólf félögum.

Stelpurnar sýndu frábær tilþrif innan vallar en auk þess var nóg um að vera utan vallar. Ísferð í Ísgerðina í Kaupangi er fastur liður á Goðamótum auk þess sem keppendur gátu baðað sig í Sundlaug Akureyrar að keppnisdegi loknum. Eftir keppni laugardagsins var slegið upp í dansleik í Boganum þar sem Ágúst Þór, trúbador, tryllti lýðinn.

Goðamótsmeistarar Argentínu – Fram

Goðamótsmeistarar Brasilíu – KF/Dalvík

Goðamótsmeistarar Cameroon – Breiðablik

Goðamótsmeistarar Danmerkur – Hvöt/Fram

Goðamótsmeistarar Englands – Tindastóll

Goðamótsmeistarar Frakklands – Hvöt/Fram

Goðamótsskjöldinn, sem veittur er fyrir fyrirmyndar framkomu innan vallar sem utan, hlaut lið Hattar

Næsta törn í Goðamótunum er í mars en þá munu 5.flokkur kvenna og 6.flokkur karla etja kappi.

Sporthero var á svæðinu líkt og vanalega og eru ljósmyndir frá mótinu aðgengilegar mótsgestum hér.