Velheppnað styrktarmót Körfuknattleiksdeildar í golfi.

Velheppnað styrktarmót Körfuknattleiksdeildar í golfi.

Í gær, laugardaginn 3. september var haldið golfmót til styrktar körfuknattleiksdeildar Þórs og hefur mót þetta verið árlegur viðburður undanfarin ár.

Að þessu sinni voru 110 keppendur skráðir til leiks og var fyrsta hollið ræst út stundvíslega klukkan 08:00.

Þrátt fyrir að dimm þoka hafi legið yfir voru keppendur í sólskinsskapi og létu heldur slæmt skyggni á köflum ekki hafa áhrif enda mættir til að skemmta sér og styrkja gott málefni.

Glæsileg verðlaun voru í boði en veitt voru verðlaun fyrir efstu þrjú sætin, næst holu á öllum par 3 holunum, næstur holu í þremur höggum á 3. holu, næstur miðlínu á 16. Holu. Einnig voru veitt verðlaun fyrir ýmis sæti af handahófi.

Boðið var uppá grillaðar pylsur frá Kjarnafæði á 5. braut og stóðu þeir Jónas Þór Hafþórsson og Jón Ingi Baldvinsson vaktina af stakri prýði. Þá voru léttar veitingar á 15. teig og hægt var að kaupa þar teighögg frá Skúla Gunnari en hann er afrekskylfingur hjá GA. Einnig var boðið var upp á að kaupa tvo auka bolta á 18. teig til að eiga meiri möguleika á nándarverðlaununum.

Eftirfarandi aðilar hlutu hin ýmsu verðlaun:

1. sæti Ísak Kristinn Harðarson og Elvar Örn Hermannsson

2. Reimar Helgason og Páll Viðar Gíslason

3. Víðir Steinar Tómasson og Ottó Ernir Kristinsson. Víðir var einnig næst holu á 3. braut.

Nándarverðlaun

4. hola Karl Kristjánsson – 1,26 m

8. hola Júlíus Tryggvason – 77 cm

11. hola Gústaf Gústafsson – 1,65 m

14. hola Konráð Þorsteinsson – 5,05 m

18. hola Jóhann Rúnar Sigurðsson – 1,64 m

Næst holu í 3 höggum á 3 holu Víðir Steinar Tómasson - 1,05 m

Næst miðju á 16. holu, Anton Benjamínsson – 0,12 m

Sætisverðlaun af handahóri:

46. Þengill Stefán Stefánsson og Viðar Þorleifsson

26. Magnús Finnsson og Róbert Ingi Tómasson

14. Aðalsteinn Steinþórsson og Birna Stefnisdóttir

47. Mark Alan Jones og Einar Valbergsson

29. Daníel Sam Harley og Lana Sif Harley

24. Rúnar Antonsson og Benedikt Guðmundsson

25. Jóhannes Páll Jónsson og Júlíus Evert Jóhannesson

33. Óskar Jensson og Björg Ýr Guðmundsdóttir

55. Jóhann Ingi Pálsson og Páll Pálsson

Helstu styrktaraðilar voru:

1. hola Geimstöðin

4. hola Sjóvá

Bónstöð Jonna (8. Hola)

Norlandair (10. Hola)

Stilling og Toyota (15. hola)

Niceair (18. Hola)

Um leið og körfuknattleiksdeild Þórs óskar verðlaunahöfum til hamingju vill deildin þakka öllum keppendum fyrir þátttökuna sem og bestu þakkir til allra styrktaraðila mótsins, sjálfboðaliðum og ekki síst gott samstarf við Golfklúbbinn.

Nokkrar myndir frá mótinu sem og hluta verðlaunahafa er komnar í albúm og má nálgast með því að smella HÉR.