Viltu tryggja þér skattafrádrátt?

Þú átt möguleika á að tryggja þér skattafrádrátt með því að styrkja körfuknattleiksdeildina. Við hvetjum þig til að hafa samband við okkur á karfan.stjorn@thorsport.is eða beint á gjaldkerann hilduryrk@gmail.com með upplýsingar um upphæð. Við sendum þér tilbaka kvittun fyrir greiðslunni. Styrkirnir eru svo forskráðir á skattaframtal.
 

Skilmálar vegna skattafrádráttar:

Einungis gjafir og framlög án gagngjalds skapa rétt til skattfrádráttar hjá gefanda. Þannig skapa félagsgjöld að lögaðila sem skráður er í almannaheillaskrá eða greiðslur til hans fyrir vörur og þjónustu s.s. auglýsingar ekki rétt til skattfrádráttar.

Frádráttur einstaklinga getur verið á bilinu 10-350 þús. kr. á almanaksári, hjóna og sambúðarfólks alls 700 þús. kr. og kemur til lækkunar á útsvars- og tekjuskattsstofni en er ekki millifæranlegur og ber því að halda framlögum hvers einstaklings aðgreindum.

Frádráttur rekstraraðila getur numið 1,5% af rekstrartekjum á því ári sem gjöf er afhent eða framlag er veitt.