Vinningar í lukkuleik Minningarsjóðs Guðmundar Sigurbjörnssonar

Bjarni Freyr Guðmundsson afhenti Sveini Elíasi Jónssyni, formanni knattspyrnudeildar Þórs, táknræna …
Bjarni Freyr Guðmundsson afhenti Sveini Elíasi Jónssyni, formanni knattspyrnudeildar Þórs, táknræna ávísun í leikhléinu á laugardaginn.
- - -

Í leikhléi í leik Þórs og Grindavíkur í lokaumferð Lengjudeildarinnar var dregið í lukkuleik sem Minningarsjóður Guðmundar Sigurbjörnssonar efndi til í tengslum við afhendingu styrkja úr sjóðnum til meistaraflokka Þórs/KA og Þórs.

Eins og áður hefur komið fram afhentu synir Guðmundar, þeir Bjarni Freyr og Einar Már, meistaraflokki Þórs/KA 750.000 króna styrk í leikhléi þegar liðið mætti Breiðabliki 13. september og svo styrk til meistaraflokks Þórs að sömu upphæð í leikhléi í leik Þórs og Grindavíkur laugardaginn 16. september.

Samhliða afhendingu styrksins á laugardag var dregið í lukkuleik og vinningar afhentir þeim sem voru á staðnum, en nokkrir vinningar eru ósóttir og má vitja þeirra í afgreiðslunni í Hamri.

Félögin þakka höfðinglega gjöf og stuðning Minningarsjóðs Guðmundar Sigurbjörnssonar.

Vinningar voru frá Icelandair, Vodafone, Bílaleigu Akureyrar/Höldi og Stöð 2.