Vor í lofti, bjartsýni í Þorpinu!

Viðar Marinósson og litli snjóblásarinn eru öllu léttari en stórar vinnuvélar með snjóblásara sem ha…
Viðar Marinósson og litli snjóblásarinn eru öllu léttari en stórar vinnuvélar með snjóblásara sem hafa einhvern tíma verið notaðar þegar enn var mikið frost í jarðveginum. Viðar og blásarinn marka engin spor í svörðinn.

Það er vor í lofti. Vellir og tún eru að taka við sér, gróðurinn lifnar við og fólkið verður bjartsýnt. 

Ef til vill þætti einhverjum það einmitt merki um mikla bjartsýni að fara með lítinn heimilissnjóblásara, ef það er rétta hugtakið, fram og aftur á heilum fótboltavelli og blása burt snjó, eða að minnsta kosti að losa hann frá grassverðinum og blása upp í loftið. Þannig er bjartsýnin í Þorpinu þessa dagana. Starfsmenn Þórs hafa undanfarna daga, eftir að byrjaði að hlána og volga vatnið fór að renna um pípurnar ofan í moldinni, verið á ferðinni fram og aftur eftir vellinum með snjóblásarann litla, losað um hjarnið og létt grasinu lífið, leyft því að anda, ef svo má segja. 

Að ráði sérfræðinga þótti rétt að losa um hjarnið, flýta fyrir bráðnuninni sem fylgir velgjunni undir vellinum, og auðvelda sólarljósi og súrefni að ná ofan í grassvörðinn. 

Myndirnar tala sínu máli. Neðst eru myndir frá febrúar og mars 2020 og 2023, og svo tengill á myndband frá 16. og 17. mars 2021 til samanburðar.

12. mars 2023

6. febrúar 2020

5. febrúar 2020

4. febrúar 2020

16. og 17. mars 2021