Knattspyrna: Tvær frá Þór/KA í mikilvægum leik með U20 í dag

U20 landslið kvenna í knattspyrnu mætir liði Austurríkis í umspilsleik í dag um það hvor þjóðin fær sæti á lokamóti HM U20 í haust.

Sandra María með A-landsliðinu

Sandra María Jessen er þessa dagana á ferð og flugi með A-landsliði Íslands. Fram undan eru tveir síðustu leikirnir í Þjóðadeildinni. Íslenska liðið mætir liði Wales ytra í kvöld og svo Dönum í Kaupmannahöfn þriðjudaginn 5. desember.

Knattspyra yngri flokkar: Macron mátunardagur í Hamri

Mátunardagur verður fyrir iðkendur í yngri flokkum knattspyrnudeildar Þórs í Hamri miðvikudaginn 29. nóvember kl. 15-17. Macron er með afsláttardaga á fatnaði í vefversluninni á macron.is fyrir Þór og Þór/KA til 1. desember.

Félagsgjaldið innheimt á næstunni

Rafael Victor í Þór

Knattspyrnudeild Þórs hefur náð samkomulagi við portúgalska framherjann Rafael Victor um að leika með Þórsliðinu næstu tvö árin.

Vilhelm og Nökkvi framlengja við Þór

Knattspyrnudeild Þórs hefur endurnýjað samninga við Vilhelm Ottó Biering Ottósson og Nökkva Hjörvarsson.

Sandra María með í næstu verkefnum A-landsliðsins

Þorsteinn Halldórsson, þjálfari A-landsliðs kvenna, hefur valið leikmannahópinn fyrir tvo síðustu leikina í Þjóðadeild UEFA. Ísland mætir Wales á útivelli 1. desember og Danmörku, einnig á útivelli, 5. desember.

Velkomin á 76. Goðamót Þórs

Fram undan um helgina er 76. Goðamót Þórs í knattspyrnu. Að þessu sinni eru það stelpur í 6. flokki sem mætast, en allir leikir fara fram í Boganum.

Íþróttaeldhugi ársins 2023, óskað eftir tilnefningum

Íþróttaeldhugi ársins verður valinn í annað sinn nú í lok árs og tilkynnt um útnefninguna í hófi Samtaka íþróttafréttamanna þegar íþróttamaður ársins 2023 verður krýndur.

Kveðja til Grindvíkinga - velkomin á æfingar hjá Þór