17.11.2022
Brynjólfur Sveinsson, formaður unglingaráðs Knattspyrnudeildar Þórs og faðir Bjarna Guðjóns landsliðsmanns í U19, er staddur í Glasgow að fylgjast með syninum og U19 landsliðinu sem nú tekur þátt í undanriðli fyrir EM 2023. Svo skemmtilega vill til að Binni var á reynslu hjá Partick Thistle fyrir 30 árum á „sama velli“ og leikur Íslands og Skotlands í gær.
16.11.2022
U19 landslið karla hefur í kvöld keppni í undanriðli fyrir EM 2023. Leikið er gegn Skotum, Frökkum og Kasakstönum.
15.11.2022
71.Goðamót Þórs fór fram um síðastliðna helgi í Boganum.
14.11.2022
Pétur Orri Arnarson er fulltrúi Þórs í 28 manna æfingahópi U16 ára landsliðsins í fótbolta.
14.11.2022
U19 landslið kvenna, með þær Ísfold Marý Sigtryggsdóttur og Jakobínu Hjörvarsdóttur innanborðs, vann alla leiki sína í undanriðli EM 2023 og er komið upp í A-deild.
10.11.2022
Knattspyrnudeild Þórs heldur um helgina 71. Goðamótið, en mótin hafa verið haldin árlega frá því að Boginn var opnaður snemma árs 2003.
10.11.2022
Greiðsluseðlar fyrir félagsgjöldum í Íþróttafélaginu Þór hafa verið í heimabönkum félagsmanna um nokkurt skeið og eru nú komnir á eindaga. Leggjumst saman á árarnar og styðjum rekstur félagsins með því að greiða félagsgjöldin.
09.11.2022
Dr. Viðar Halldórsson, dósent í félagsfræði, flytur fyrirlesturinn „Hið ósýnilega afl - Hvernig kúltúr mótar frammistöðu fjöldans“ í Háskólanum á Akureyri fimmtudaginn 17. nóvember. Fyrirlesturinn er ætlaður íþróttaiðkendum, 12 ára og eldri, foreldrum, þjálfurum, stjiórnendum og öðrum sem áhuga hafa.
08.11.2022
Ísfold Marý Sigtryggsdóttir og Jakobína Hjörvarsdóttir hófu leik með U19 landsliðinu í undanriðli fyrir EM 2023 núna í morgun kl. 9:00. Leiknum er streymt beint á YouTube.