ÍBA býður til verðlaunahátíðar í dag kl. 17:30

Val á íþróttafólki Akureyrar 2022 verður kunngjört, ásat fleiru. Athöfnin fer fram í Hofi. Salurinn verður opnaður kl. 17 og athöfnin hefst kl. 17:30. Bæjarbúar eru velkomnir.

Steinþór og Allen unnu gulldeildirnar í Novis-deildinni

Fyrsta umferð í Novis-deildinni í pílukasti fór fram á sunnudaginn.

Aðalfundur píludeildar 31. janúar

Stjórn píludeildar Þórs boðar til aðalfundar deildarinnar þann 31. janúar kl. 17:30 í Hamri.

Novis-deildin í pílukasti hefst á sunnudag

Skráningu í Novis-deildina lýkur kl. 18 í dag, föstudaginn 20. janúar.

Hvað er í gangi 20.-26. janúar?

Vikan framundan - frá föstudegi til fimmutdags eins og við tökum þetta - er pökkuð af íþróttum og öðrum viðburðum.

Deildakeppni píludeildar hefst í kvöld

Spilað er í sex karladeildum og einni kvennadeild, 64 keppendur skráðir til leiks. Keppni í deildum 4 og 5, ásamt kvennadeildinni, hefst í kvöld, en hinar þrjár fara af stað á fimmtudagskvöld.

Matthías Örn Friðriksson ráðinn þjálfari Píludeildar

Píludeild Þórs hefur ráðið Matthías Örn Friðriksson sem þjálfara hjá deildinni. Gengið var frá samningi milli deildarinnar og Matthíasar í dag og gildir samningurinn í eitt ár. Matthías mun sjá um almenna þjálfun og þjálfun afrekshóps deildarinnar. 

Mótadagskrá Píludeildar

Mótadagskrá Píludeildar fyrir vormisseri hefur verið birt.

Hvað er í gangi 14.-19. janúar?

Íþróttalífið er að færast aftur í fyrra horf hjá mörgum eftir jólafrí og leikir hjá meistaraflokksliðunum okkar eru á meðal þess sem eru á helgardagskránni.

Skráning í Deildakeppni Píludeildar stendur yfir

Deildakeppnin hefst mánudaginn 16. janúar, en skráningarfrestur er til kl. 18 sunnudaginn 15. janúar. Meðlimir Píludeildar hafa þátttökurétt.