Körfubolti: Fyrsti heimaleikurinn hjá strákunum - LEIKUR FÆRÐUR á föstudag 13. okbóber kl. 19:30.

ATHUGHIÐ: Leiknum frestað til föstudagsins 13. október kl. 19:30.

Þórsarar fá hið forna stórveldi KR í heimsókn í Íþróttahöllina í annarri umferð 1. deildar karla. Okkar menn mæta örugglega ákveðnir til leiks í kvöld eftir að hafa misst niður góða forystu og misst af sigri á Snæfelli í Stykkishólmi í fyrstu umferðinni á sama tíma og KR-ingar unnu lið Skallagríms í Borgarnesi.

Segja má að KR-ingar séu nokkurs konar nýliðar í 1. deildinni, en þó ekki í hefðbundnum skilningi, því liðið féll úr úrvalsdeildinni eftir langa veru og fjölmarga titla.

Árskortasala körfuknattleiksdeildar er í fullum gangi enda hefur kvennaliðið nú þegar spilað tvo heimaleiki, en árskortin gilda á leiki beggja liðanna í deildakeppnunum.

Þar sem nú er komið að fyrsta heimaleiknum hjá karlaliðinu er ekki úr vegi að rifja upp fyrri frétt þar sem farið var yfir hópinn og veturinn fram undan með dyggri aðstoð Óskars Þórs Þorsteinssonar þjálfara.

 

  • 1. deild karla
  • Leikur: Þór - KR
  • Staður: Íþróttahöllin á Akureyri
  • Dagur: Föstdagur 13. október
  • Tími: 19:30
  • Beint á Þór TV