Þór mætir Grindavík í lokaumferð Lengjudeildarinnar

Lokaumferðin Lengjudeildar karla í knattspyrnu fer fram í dag. Þórsarar taka á móti Grindvíkingum á VÍS-vellinum og hefst leikurinn kl. 14.

Fyrir leik í dag gefst gestum kostur á að setja nafnið sitt í pott og verður dregið um veglega vinninga í leikhléinu. Tilefnið er að í leikhléi verður afhentur styrkur til knattspyrnudeildar úr minningarsjóði Guðmundar Sigurbjörnssonar, fyrrverandi formanns Þórs. Það eru synir Guðmundar, þeir Bjarni Freyr og Einar Már sem afhenda munu styrkinn.

Leiknum verður streymt á YouTube-rás Lengjudeildarinnar.

Fyrir lokaumferðina er Þór í 8. sæti deildarinnar með 24 stig, en fast á hæla þeirra koma Þróttur, Njarðvík og Selfoss með 23 stig. Eitt þessa fjögurra liða mun falla úr Lengjudeildinni. Reyndar er enn einnig tölfræðilegur möguleiki á að Grótta endi í fallsætinu, en afar litlar þó.