Fréttir & Greinar

Dúkur lagður á Þórsvöllinn

Starfsfólk og sjálfboðaliðar unnu að því fyrr í vikunni að leggja dúk yfir Þórsvöllinn til verndar og hjálpar við undirbúning fram að fyrstu leikjum.

Úrslitarimma Þórs og Stjörnunnar hefst á morgun

Á morgun miðvikudag hefst úrslitarimma Þórs og Stjörnunnar sem er tvö sterkustu lið fyrstu deildar kvenna í körfubolta

Myndir úr leik Snæfells og Þórs

Helgi Heiðar Jóhannesson var á leiknum í Stykkishólmi á sunnudaginn með alvöru myndavél og hefur nú sett þær myndir í albúm og birt.

Myndbrot úr mögnuðum sigri í Hólminum

Fréttaritari fór í Hólminn, fékk sér sæti á meðal stuðningsmanna í fyrri hálfleiknum og fór svo niður á gólf þegar stutt var eftir af leiknum, mundaði símann uppi í stúku og niðri á gólfi, tók upp lokamínúturnar í fjórða leikhluta, slatta úr framlenginunni og svo auðvitað gleðina og fagnaðarlætin að leik loknum þegar ljóst var að Þórsstelpurnar höfðu tryggt sér sæti í Subway-deildinni á næsta tímabili.

Ramadan er áskorun, en ekki erfið

Í byrjun árs tók fólk saman höndum til að bæta við erlendum leikmanni í kvennalið Þórs í körfunni og stefnan þannig sett á efstu deild og sú ákvörðun hefur nú skilað tilætluðum árangri. Hin þýska Tuba Poyraz kom til liðsins í janúar og hefur komið vel inn í þetta öfluga lið.

„Við trúum því að við séum bestar!“

Rut Herner Konráðsdóttir hefur spilað körfubolta í meistaraflokki lengur en fréttaritari heimasíðunnar man. Hún vildi ekki svara því í gærkvöld hvort hún myndi leggja skóna á hilluna núna, þegar hún hefur hjálpað uppeldisfélaginu upp í efstu deild.

„Ég elska þetta félag!“

Maddie Sutton skoraði 27 stig, tók 15 fráköst og átti fimm stöðsendingar í sigrinum á Snæfelli í gær. Pabbi hennar og afi eru í heimsókn og fylgdust stoltir með stelpunni sinni hjálpa Þórsliðinu að klára einvígið.

„Biluð stemning og geggjað fólk sem kom“

Heiða Hlín Björnsdóttir, fyrirliði Þórs, hefur spilað með Snæfelli í efstu deild, en nú rætist draumurinn um að spila með uppeldisfélaginu, Þór, í efstu deild á næsta tímabili.Hún

Góðgerðartími Íþróttaskóla Þórs á skírdag

Íþróttaskóli Þórs verður með góðgerðartíma í samstarfi við Kids Cool Shop í íþróttahúsi Síðuskóla fimmtudaginn 6. apríl, skírdag, kl. 8:10-10:00.

Liðsheildin og trúin á verkefnið skiluðu sigri og sæti í efstu deild

Kvennalið Þórs í körfubolta spilar í efstu deild – Subway-deildinni – á næsta tímabili. Það verður í fyrsta skipti sem Þór á lið í efstu deild kvenna frá tímabilinu 1977-78. Áratuginn þar á undan var Þórsliðið reyndar sigursælt og vann nokkra titla. Nánar um það í annarri frétt hér á heimasíðunni síðar.