Fréttir & Greinar

Frábæru tímabili hjá körfuboltastelpunum lokið

Kvennalið Þórs í körfubolta, þjálfarinn og fólkið sem starfar í kringum liðið getur staðið stolt eftir árangurinn í vetur þó ekki hafi komið bikar heim úr Garðabænum í gær. Þór og Stjarnan mættust í oddaleik í einvíginu um sigur í 1. deildinni og hafði Stjarnan betur. Þór leikur í efstu deild á komandi tímabili í fyrsta skipti í 45 ár.

Aðalfundur körfuknattleiksdeildar 26. apríl kl. 17:45

Stjórn körfuknattleiksdeildar Þórs boðar til aðalfundar deildarinnar þann 26. apríl kl. 17:00 í austursalnum í Hamri.

Aðalfundur handknattleiksdeildar 26. apríl kl. 17

Stjórn handknattleiksdeildar Þórs boðar til aðalfundar deildarinnar þann 26. apríl kl. 17:00 í austursalnum í Hamri.

Aðalfundur rafíþróttadeildar 26. apríl kl. 16

Fimm marka tap í Garðabænum

KA/Þór mætti Stjörnunni í fyrstu umferð úrslitakeppni Olísdeildarinnar í Garðabænum í dag. Stjarnan sigraði, en liðin mætast aftur á Akureyri á fimmtudag.

Fimm marka tap og Þórsarar hafa lokið keppni

Þórsarar eru úr leik í umspili Grill 66 deildar karla eftir tap gegn Fjölni í kvöld.

Hópferð í Garðabæinn á oddaleik Þórs og Stjörnunnar

Stjórn körfuknattleiksdeildar Þórs efnir til hópferðar stuðningsfólks á oddaleik Þórs og Stjörnunnar sem fram fer í Garðabænum á morgun, þriðjudaginn 18. apríl.

Tíðar heimsóknir Akureyrarliða í Garðabæinn

Kvennaliðin okkar í boltaíþróttunum eiga það sameiginlegt að heimsækja Stjörnuna í Garðabæinn ítrekað í þessum mánuði, samtals eru sex ferðir staðfestar, en gætu orðið sjö. 

Leikdagur: Úrslitastund hjá handboltaliði Þórs

Í kvöld ræðst það hvort handknattleikslið Þórs í Grill 66 deildinni er komið í frí eða ekki. Liðið mætir Fjölni í öðrum leik liðanna í umspili deildarinnar á Akureyri kl. 18.

KA/Þór hefur keppni í úrslitum Olísdeildarinnar í dag

Sex liða úrslitakeppni Olísdeildar kvenna í handbolta hefst í dag. KA/Þór mætir Stjörnunni í Garðabænum.