Hvað er í gangi 14.-19. janúar?

Íþróttalífið er að færast aftur í fyrra horf hjá mörgum eftir jólafrí og leikir hjá meistaraflokksliðunum okkar eru á meðal þess sem eru á helgardagskránni.

Veist þú um viðburð á næstu dögum sem vantar á þennan lista? Endilega sendu þá póst í ritstjorn@thorsport.is. Hér er það helsta sem við vitum um næstu daga.

Komdu í handbolta - Handknattleiksdeild Þórs býður nýjum iðkendum að koma og æfa handbolta frítt í janúar - sjá æfingatöflu hér.
Komdu í körfu - Körfuknattleiksdeild Þórs býður nýjum iðkendum að prófa körfubolta, frítt að æfa fyrstu vikuna - sjá frétt hér.
Komdu í fótbolta -
Hjá knattspyrnudeild Þórs er alltaf í boði að prófa fótboltaæfingar frítt í tvær vikur - Sjá upplýsingar hér.
Skráning stendur yfir á kvennanámskeið í hnefaleikum - sjá hér.

Laugardagur 14. janúar
Til kl. 14: 1X2 - sölukerfi getrauna opið til kl. 14, 200 milljóna risapottur í boði fyrir 13 rétta - getraunanúmer Þórs er 603
Kl. 15:00 í íþróttahúsi K.A.: KA/Þór – HK, Olísdeild kvenna í handknattleik – Streymt á KA TV

Sunnudagur 15. janúar
Kl. 12:30
í Boganum: Þór – KFA, Kjarnafæðismótið í knattspyrnu, A-deild karla, riðill 2 – Streymt á Þór TV
Kl. 15:00 í Boganum: Tindastóll – Þór/KA2, Kjarnafæðismótið í knattspyrnu, kvennadeild – Streymt á Þór TV
Kl. 17:00 í Boganum: Þór 2 – Tindastóll, Kjarnafæðismótið í knattspyrnu, A-deild karla, riðill 1 – Streymt á Þór TV

Mánudagur 16. janúar
Kl. 19:15 í Íþróttahöllinni: Þór – Selfoss, 1. deild karla í körfuknattleik – Streymt á Þór TV
Kl. 20:00 í Glerárskóla: Þór b – Tindastóll, 11. fl. drengja í körfuknattleik

Þriðjudagur 17. janúar
Kl. 16-20 í Hamri: Verndarar barna - námskeið
Dregið í jólahappdrætti Handknattleiksdeildar

Miðvikudagur 18. janúar
Kl. 19:15 í Íþróttahöllinni: Þór – Stjarnan, 1. deild kvenna í körfuknattleik – Streymt á Þór TV
Deildakeppni Píludeildar -
501 einmenningur - áætlað að spila einn leik á viku

Fimmtudagur 19. janúar
Kl. 19:00 í Glerárskóla: Þór – Ármann, ungmennaflokkur kvenna í körfuknattleik